Leiðandi afl í náttúruvænum gæða lausnum fyrir heimilið

Orteka

Orteka

Kynnum á næstunni

Einingahús Orteka

hönnuð af Thibaut Allgayer (FR) 

framleidd í Danmörku

Gildin okkar eru

Gæði Sjálfbærni Heiðarleiki

  • Við leggjum okkur fram við að tryggja gæði í framleiðslu, efnisvali og hönnun á öllum þeim vörum sem við bjóðum uppá. Þetta gerum við meðal annars með því að heimsækja birgjana okkar og kynnast framleiðsluferlinu þeirra. Þegar um okkar eigin hönnun er að ræða veljum við gæði fram yfir magn og förum gaumgæfilega í gegnum öll smáatriði. Auk þessa keppumst við við að bjóða upp á gæða þjónustu við bæði kúnnann og birgjana okkar.

  • Við veljum vörur af virðingu við náttúruna. Vörur sem raska henni eins lítið og mögulegt er, eru ýmist endingagóðar, endurnýtanlegar og/eða hannaðar með umhverfið í huga.

  • Við bjóðum upp á heiðarlega, gagnsæja og áreiðanlega þjónustu.  Allar spurningar eru velkomnar og við munum reyna eftir fremsta megni að halda viðskiptavininum vel upplýstum frá upphafi til enda.